Samsærið gegn Snorra Sturlusyni

Óskar Guðmundsson, sagnfræðingur sem ritaði ævisögu Snorra Sturlusonar segir frá. 

Allir eru velkomnir.  Aðgangseyrir 500 kr. sem greiðist í reiðufé við innganginn

 Staður og stund: Hæðargarður 31, kl. 16:30 þriðjudaginn 17. mars 2020.

Skráning nauðsynleg

Skrá mig hér

Oskar Gudmundsson er stúdent frá MA 1971, lagði stund á sagnfræði, bókmenntir og stjórnmálafræði við háskólana í Reykjavík, Bremen og Kaupmannahöfn. Hann starfaði við kennslu, en aðallega við blaðamennsku og ritstjórn við Þjóðviljann og Þjóðlíf á níunda áratug liðinnar aldar. Frá 1994 hefur hann unnið við sagnfræðirannsóknir, bókaskrif  og fyrirlestrahald. Hann er ritstjóri og höfundur fjölmargra bóka sagnfræðilegs eðlis, einkum innan miðaldafræða. Þeirra á meðal er Snorri, ævisaga Snorra Sturlusonar 1179-1241, og hann er einnig  höfundur sjö bóka um fyrstu aldir Íslandssögunnar – í bókaflokknum um „Aldirnar“. -Ævisaga Snorra hefur verið þýdd á þýska og norska tungu.
Oskar Gudmundsson er rannsóknarfélagi við Snorrastofu – stofnun í miðaldafræðum – og er textahöfundur sýningar um Snorra Sturluson og samtíð hans í Reykholti.