Aðalfundur U3A Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 19. mars 2018 kl. 16:30 í Hæðargarði 31. Til hans var boðað rafrænt til félaga 3. mars 2019 í samræmi við samþykkt samtakanna. Sjá fundarboð hér. Aðalfundur er opinn öllum félagsmönnum SKRÁ MIG HÉR.

Samþykkt samtakanna fylgir hér.

Dagskrá aðalfundar er skilgreind í samþykkt og verður eftirfarandi:

  1. Setning fundar.Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar kynnt og umræður um hana.
  3. Reikningar félagsins lagðir fram og bornir upp til samþykktar.
  4. Umræður um starfið framundan.
  5. Ákvörðun árgjalds.
  6. Breytingar á samþykkt.
  7. Kosning formanns, stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga ásamt einum til vara.
  8. Önnur mál - Kynnt verður skipulag og staða Vöruhúss tækifæranna og nýja Evrópuverkefnið HeiM, Heritage in Motion.

Engar tillögur að breytingum á samþykkt samtakanna hafa borist formanni. 

Þrír núverandi stjórnarmenn ganga úr stjórn og núverandi formaður er ekki kjörgengur til endurkjörs. Stjórn mun leggja fram tillögur um nýjan formann og stjórnarmenn sem og tillögur um nýja skoðunarmenn reikninga.

Að loknum aðalfundarstörfum verður kaffi og meðlæti í boði og tækifæri gefst til að ræða saman um starf og stefnu samtakanna. Skráðir félagar eru hvattir til að taka þátt í fundinum og umræðum um starf samtakanna í fortíð og framtíð.