Alþjóðastjórnmál og USA

Silja Bára Ómarsdóttir fjallar um alþjóðastjórnmál og USA. Silja Bára mun sérstaklega skoða stöðuna í Bandaríkjunum að loknum nýafstöðnum þingkosningum 6. nóvember.

Staður og stund: Hæðargarður 31, þriðjudaginn 17. nóvember, kl. 16:30 - 18:00. Allir velkomnir, aðgangur kr. 500 greiðist í reiðufé við innganginn, en skráning er nauðsynleg SKRÁ MIG HÉR 

Bandaríkin hafa verið óskorað oddaveldi í heiminum frá því síðari heimsstyrjöldinni lauk. Frá því Trump tók við embætti forseta þeirra hefur sú skoðun heyrst æ oftar að því tímabili sé að ljúka. Hvert stefnir alþjóðakerfið meðan Bandaríkin eru undir forystu Trumps? Hvaða vísbendingar gefa niðurstöður kosninganna 6. nóvember  okkur um stöðu Trumps í embætti?

 

Silja Bára er dósent í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún lauk BA prófi í alþjóðasamskiptum frá Lewis & Clark College í Portland, Oregon og MA prófi í sömu grein frá University of Southern California í Los Angeles. Hún hefur síðan lokið doktorsprófi í stjórnmálafræði frá University College Cork á Írlandi. Silja Bára hefur unnið að málum sem varða jafnrétti kynjanna og setið í stjórnum ýmissa félaga sem að þvi vinna. Hún hefur verið forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknaseturs um smáríki. Rannsóknir hennar beinast að alþjóðastjórnmálum þar sem hún beinir sjónum sínum einkum að utanríkis- og öryggismálum og hefur sérstakan áhuga á stöðu kvenna í alþjóðastjórnmálum. Silja Bára tekur þátt í alþjóðlegu netsamstarfi á sviði femínískra friðar- og öryggisrannsókna og vinnur að rannsóknum á kyn- og frjósemisréttindum. Útvarpsþættir hennar um alþjóðamál, Gárur sem voru á Rás 1 2007-2008, voru tilnefndir til vísindamiðlunarverðlauna og hún er reglulegur viðmælandi fjölmiðla, sérstaklega um bandarísk stjórnmál.