Enn líf í dalnum - Guðrún frá Lundi

Þrír rithöfundar verða kynntir með ýmsum hætti fyrri hluta vetrar: Guðrún frá Lundi, Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson.

Í fyrsta fyrirlestrinum fer langömmubarnið Marín Hrafnsdóttir yfir æviferil Guðrúnar með það að leiðarljósi að gestir fái innsýn í tíðaranda horfins heims. Umfjöllunarefni skáldsagna Guðrúnar verða skoðuð og rýnt í viðtökur og vinsældir og reynt að glöggva sig á hvað það er sem geri það að verkum að hún slær enn sölu- og vinsældamet.

Staður og stund: Hæðargarður 31, þriðjudaginn 3. október. Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig. SKRÁ MIG HÉR. Aðgangur er kr. 500 og greiðist í reiðufé við innganginn.

 

Enn líf í dalnum
Liðin eru rúm 70 ár frá því að fyrsta bindi skáldsögunnar Dalalífs kom út.  Alls urðu bindin fimm og var þar komin lengsta skáldsaga sem komið hafði út á Íslandi, rúmar 2000 síður.  Þessi vinsæla sveitasaga markaði upphaf ritferils skáldkonunnar Guðrúnar Árnadóttur eða Guðrúnar frá Lundi.  

Í fyrirlestrinum verður farið yfir æviferlil Guðrúnar með það að leiðarljósi að gestir fái innsýn í tíðaranda horfins heims. Umfjöllunarefni skáldsagna Guðrúnar verða skoðuð og rýnt í viðtökur og vinsældir og reynt að glöggva sig á hvað það er sem geri það að verkum að hún slær enn sölu- og vinsældamet. Ekki er nauðsynlegt að þekkja til verka skáldkonunnar og er fyrirlesturinn ætlaður öllum sem vilja kynna sér ævi og verk Guðrúnar frá Lundi og tengja við líflega og oft óvægna bókmenntaumræðu sem einkenndi  6. og 7. áratug síðustu aldar.  Til hliðar má sjá mynd af Marín með langömmu sinni Guðrúnu Árnadóttur.