Heimsókn á Hafrannsóknarstofnun

U3A félagar fara í heimsókn til Hafrannsóknarstofnunar. 

Staður og stund: Mæting  á Skúlagötu 4, fyrirlestrasal á 1. hæð, kl. 14:00. Enginn aðgangseyrir en skráning er nauðsynleg SKRÁ MIG HÉR

Hámarksfjöldi er 40 manns. Fyrstur kemur fyrstur fær

Að lokinni kynningu á stofnuninni heldur Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri á sviði fiskeldis og fiskiræktar,  erindi um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndurnar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna. Að því loknu verður boðið upp á kaffi.