Kynningarfundur um skiptiheimsókn til Prag í maí 2019              

Félögum í U3A gefst kostur á að taka þátt í skiptiheimsókn milli Prag (Eurag) og Reykjavíkur (U3A) 2019. Um er að ræða vikuheimsókn til Tékklands í 22.-29. maí og hópurinn sem fer út tekur síðan á móti tékkneska hópnum 2.-9. september. Birna Sigurjónsdóttir, Dagrún Þórðardóttir og Guðrún Bjarnadóttir kynna  fyrirkomulag og kanna áhuga félaga. 

Félögum í U3A gefst kostur á að taka þátt í skiptiheimsókn sumarið 2019. Um er að ræða vikuheimsókn til Tékklands í 22.-29. maí og hópurinn sem fer út tekur síðan á móti tékkneska hópnum 2.-9. september. 

Staður og stund: Hæðargarður 31, 18. október kl. 16:30- 18:00. Allir velkomnir - skráning nauðsynleg SKRÁ MIG HÉR 

Á fundinum fer Birna Sigurjónsdóttir, varaformaður U3A, yfir ferðatilhögun og hugmyndafræði skiptiheimsóknarinnar sem felst m.a. í gagnkvæmum samskiptum og kynnum gesta og gestgjafa. Birna fer fyrir undirbúningshópi  um heimsóknirnar en með henni í hópnum eru Dagrún Þórðardóttir og Guðrún Bjarnadóttir. Á fundinum verður gerð frumkönnun á þátttöku og er áhugafólk hvatt til að mæta. 

Hugmyndin að þessum heimsóknaskiptum er komin frá Dönu Steinovu, aðalritara EURAG í Prag, sem hefur skipulagt fjölmargar slíkar heimsóknir í gegnum árin. Dana var hér á landi nú í september og kynnti stuttlega fyrirkomulagið á félagsfundi U3A Reykjavík, ásamt því að halda minnisþjálfunarnámskeið fyrir okkur 18. september. 

Til fróðleiks má sjá upplýsingar um EURAG, European Federation of Older Persons, á vefsíðunni http://www.eurag-europe.net/about-eurag/ Þar segir m.a. að markmið samtakanna sé að efla lífsgæði fólks á efri árum á öllum sviðum samfélagsins.