Heimsviðburður á heimavelli. Þorsteinn Helgason, professor emeritus og sagnfræðingur flytur erindi um Tyrkjaránið 1627.

Tyrkjaránið á Íslandi 1627 máist ekki úr minni Íslendinga enda er hann einstæður í sögu lands og lýðs. Hann er einnig heimssögulegur því rætur hans liggja víða og þó einkum um Miðjarðarhaf og í átökum kristins heims og íslam. Við sögu koma einnig einstaklingar á borð við Vestmannaeyingana Jón Vestmann og Önnu Jasparsdóttur og Hollendinginn Jan Janszoon, öðru nafni Múrat Reis. Vísað verður í bók mína sem kom út hjá alþjóðlega forlaginu Brill í Hollandi í fyrra, The Corsair‘s Longest Voyange. The Turkish Raid in Iceland 1627.

 

Staður og stund: Hæðargarður 31 þriðjudaginn 5. febrúar kl. 16:30-18. SKRÁ MIG HÉR. Allir velkomnir, aðgangur er kr. 500 sem greiðist í reiðufé við innganginn. 

Þorsteinn Helgason, professor emeritus og sagnfræðingur á að baki langan feril sem háskólakennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur ritað fjölda greina í vísindatímarit um söguleg efni, ritað námsefni fyrir grunnskóla í sögu og hann ritaði texta í heimildamynd um Tyrkjaránið sem sýnd var á RUV og er notuð við kennslu í grunnskólum. Árið 2018 kom út bók hans The Corsair‘s Longest Voyange. The Turkish Raid in Iceland 1627 hjá alþjóðlega forlaginu Brill í Hollandi.