Dagskrá í anda aðventu og jóla á Nauthól. Árni Björnsson ræðir um uppruna jólanna og hvernig jólahald hefur þróast í tímanna rás og sönghópurinn Langholtsdömur flytur okkur jóla- og hátíðasöngva.

Staður og stund: Nauthóll, kl. 16:30-18:30, Aðgangseyrir er kr. 2000 fyrir félagsmenn og 2500 fyrir gesti og greiðist í reiðufé við innganginn. Veitingar innifaldar í aðgangseyri. Skráning nauðsynleg, SKRÁ MIG HÉR  í síðasta lagi 10. desember. 

Sönghópurinn Langholtsdömur hafa frá barnsaldri verið í kórum Langholtskirkju og eru nú í dömukórnum Graduale Nobili.