Kaffihittingurinn er vettvangur til að hittast og spjalla saman. Mörg ykkar búa ein og hafa engan til að tala við heima fyrir. Verið velkomin í jólakaffi Kaffihittings hvort sem þið hlakkið til jólanna eða kvíðið þeim.

Engin dagskrá en kaffi/te og meðlæti sem er flatkaka með hangikjöti, sara og smákökur á kr. 1.200,00.

Vinsamlega skráið ykkur hjá Elisabeti í síðasta lagi á þriðjudag 11.des. fyrir kl 12:00 á hádegi á bessy@simnet.is

Kveðja Elísabet