Rassfar í steini - Jón Björnsson

Jón segir frá ferð á hjóli eftir svonefndum Ólafsvegi frá Sundsvall í Svíþjóð þvert yfir Skandinavíuskagann til Stiklastaða og síðan Þrándheims. Þetta var ein fjölfarnasta pílagrímaleið Norðurlanda á miðöldum, leiðin sem Ólafur helgi Haraldsson Noregskóngur fór til Stiklastaða, þar sem hann var felldur í tilraun sinni til að endurheimta völd sín í Noregi – eða ræna þar völdum. Hann var ekki orðinn kaldur áður en hann var tekinn að gera furðuleg kraftaverk, varð helgur maður og síðar þekktasti dýrlingur Norðurlanda. Víst var hann mannspartamaður eins og sagt var fyrir norðan en sumir partarnir í honum voru nú ærið skrautlegir.

Staður og stund: Hæðargarður 31, kl. 16:30 - 18:00. Allir velkomnir, aðgangur 500 kr sem greiðist í reiðufé við innganginn. Skráning nauðsynleg SKRÁ MIG HÉR

Jón Björnsson þarf vart að kynna því hann hefur oft haldið fyrirlestra fyrir U3A og ávallt verið áhugaverið og skemmtilegir áheyrnar. Erindi Jóns byggir á nýútkominni bók hans með sama nafni sem hægt verður að kaupa á góðu verði á fundinum.