Kynbætt birki í stað pálma. Þorsteinn Tómasson, plöntuerfðafræðingur 

 

Mikill árangur í kynbótum birkis á síðustu árum gæti veitt pálmaræktun í glerhýsum samkeppni. Erindið fjallar um vinnu fyrirlesara við ræktun og kynbætur birkis til nota í skógrækt og garðrækt sem leitt hefur til markaðsfærslu fjögurra yrkja. Tvö þessara yrkja eru dumbrauð á sumrin  og skærrauð að  hausti  og þvi   spennandi kostur í garðrækt og til ræktunar í opnu borgarrými.

Staður og stund: Hæðargarður 31 þriðjudaginn 26. mars kl. 16:30-18. SKRÁ MIG HÉR. Allir velkomnir, aðgangur er kr. 500 sem greiðist í reiðufé við innganginn.

 

Þorsteinn Tómasson stundaði nám í landbúnaði við Háskólann í Aberdeen , Skotlandi með áherslu á jarðrækt, plöntuerfðafræði og  kynbætur. Hann sStarfaði sem sérfræðingur á Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rala, frá 1970.  Megin verkefni beindust að kynbótum og frærækt, uppskeru mikilla yrkja túngrasa og síðar kynbætur á byggi. Hann var forstjóri Rala frá 1986 til 2004. Hann er áhugamaður um framgang skógræktar og hefur unnið að innflutningi og prófun áhugaverðra trjátegunda. Hóf kynbætur á íslensku birki sem beindist að bættu vaxtarlagi og vaxtarhraða í samstarfi við margra aðila sem skiluðu sér í  nýju yrki sem fékk yrkisheitið Embla. Nýtt yrki, Kofoed, byggir að hluta á vixlunum á íslensku og norsku birki. Þetta yrki hefur meðal annarra eiginleika vaxtarlag sem ver það fyrir skaða vegna snóþunga  Tvö ný yrki með rauðum lit á laufi eru að koma á markað þar sem erfðaefni frá Finnlandi og Asíu koma við sögu.