Gréta Jákobsdóttir Ph.D. talar um mat og mýtur , helstu ranghugmyndir varðandi mataræði og fæðubótarefni. Meðal annars verður farið yfir hvort við þurfum að fasta eða drekka eplaedik? Skiptir líkamsþyngdin öllu máli og er nauðsynlegt að vera sykurlaus?
 
Staður og stund
 Hæðargarður 31, 15. janúar kl. 16:30-18. Allir velkomnir, skráning er nauðsynleg SKRÁ MIG HÉR. Aðgangur kr. 500 sem greiða þarf með reiðufé við innganginn. 
 

Gréta starfar m.a. sem næringarfræðingur í Heilsuborg. Hún hefur sérhæft sig í meðferð einstaklinga í mikilli yfirþyngd og offitu og veitir ráðgjöf og meðferð á því sviði, einnig fyrir einstaklinga sem hafa eða munu undirgangast magaerma- eða magahjáveituaðgerðir. Gréta leggur áherslu á að fólk geti átt heilbrigt samband við mat og næringu, þar sem margir eru ansi týndir í þessum efnum. Hún aðhyllist næringarmeðferðir án allra öfga og vill helst ekki sjá bannlista.

Gréta lauk meistaraprófi í næringar- og matvælafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 2008 og doktorsprófi í næringarfræði frá sama skóla 2013. Hún hefur sótt fjölmörg námskeið og ráðstefnur á sviði heilsu, næringar og offitu.