Mótun framtíðar - Trausti Valsson

Trausti Valsson prófessor hefur verið virkur í mótun hugmynda um framtíðina, skipulag og hönnun - hann ætlar að deila með okkur hugmyndum sínum.

Trausti Valsson lauk námi í arkitektúr og skipulagi frá TU Berlín 1972. Starfaði við skipulag Reykjavíkur m.a. við Grænu byltinguna og gerð aðalskipulags svæðana NA við Grafarvoginn. Lauk doktorsnámi í umhverfisskipulagi við UC Berkeley 1987. Fékk hlutadósentsstöðu við Verkfræðideild HÍ, og varð síðan fyrsti prófessor í skipulagi við íslenskan háskóla. Trausti gaf út bókina Mótun framtíðar árið 2015. Helstu þemu þar eru þróun skipulags í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu, Íslandsskipulag og byggðamál, sem og breytingar á þróun byggðar í heiminum með hnattrænni hlýnun.

Staður og stund: Hæðargarður 31, kl. 17:15-18:30. Allir velkomnir, en nauðsynlegt er að skrá sig. SKRÁ MIG HÉR. Aðgangur er kr. 500 og greiðist í reiðufé við innganginn.