Nýverið kom út bókin Tónlist liðinna alda, þar sem Árni Heimir Ingólfsson rekur tónlistarsögu Íslands frá 1100-1800 gegnum nótnahandrit sem varðveitt eru á söfnum á Íslandi og erlendis. Árni Heimir mun segja frá rannsóknum sínum á íslenskri tónlistarsögu, en þar leynist ýmislegt áhugavert sem komið hefur í ljós á síðustu árum. Bókin hlaut nýverið fimm stjörnu dóm hjá Jónasi Sen í Fréttablaðinu, með niðurstöðunni "Frábær bók með miklum fróðleik um íslenska tónlistarsögu".

Árni Heimir Ingólfsson er tónlistarfræðingur og listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann lauk doktorsprófi frá Harvard-háskóla árið 2003 og hefur síðan starfað að tónlistarmálum með ýmsum hætti, m.a. sem píanóleikari, kórstjóri og fræðimaður. Hann hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin í tvígang og verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna tvisvar sinnum. Á yfirstandandi skólaári er hann Fulbright-gestafræðimaður við Yale-háskólann í Bandaríkjunum.

Í tengslum við kynninguna verður bókin Tónlist liðinna alda til sölu á sérstöku tilboðsverði, kr. 7000.

Allir eru velkomnir.  Aðgangseyrir 500 kr. sem greiðist í reiðufé við innganginn

 Staður og stund: Hæðargarður 31, kl. 16:30 þriðjudaginn 14.janúar 2020.

Skráning nauðsynleg

Skrá mig hér