Heimurinn er nú að ganga í gegnum meiri tæknibreytingar en nokkru sinni í veraldarsögunni. Tækni eins og gervigreind, vélmenni, sýndarveruleiki og gagnvirkur, Internet hlutanna og sjálfkeyrandi bílar eru dæmi um tækni sem er komin á það stig að hún fer að hafa áhrif á fólk, fyrirtæki og samfélög. Í þessu erindi fer Ólafur Andri Ragnarsson yfir þessar tæknibreytingar og skoðað hvers eðlis þær eru raunverulega. Tekin eru fjölmörg dæmi til að sýna fram á hvaða áhrif þær hafa.


Staður og stund: Hæðargarður 31, 22. janúar kl. 16:30-18. Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig. SKRÁ MIG HÉR. Aðgangur kr. 500 sem greiða þarf fyrir með reiðufé við innganginn.

Ólafur Andri Ragnarsson er aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og kennir þar námskeið um tækniþróun og hvernig tæknibreytingar hafa áhrif á fyrirtæki. Hann er tölvunarfræðingur (Msc) að mennt frá Oregon University í Bandaríkjanum. Ólafur Andri er frumkvöðull og stofnaði, ásamt fleirum, Margmiðlun og síðar Betware."