Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar og Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri kynna Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi sem var stofnað árið 1990, í kringum borgaralega fermingu og fagnar því 30 ára afmæli í ár.

Allir eru velkomnir.  Aðgangseyrir 500 kr. sem greiðist í reiðufé við innganginn

 Staður og stund: Hæðargarður 31, kl. 16:30 þriðjudaginn 21.janúar 2020.

Skráning nauðsynleg

Skrá mig hér

Félagið Siðmennt þróaðist í að vera fullgilt húmanískt félag með aðild að alþjóðasamtökum húmanista (Humanists International) og frá árinu 2013 hefur það verið skráð lífsskoðunarfélag og er nú 6. stærsta lífsskoðunarfélag landsins.

Athafnaþjónustan skipar stóran sess í starfi félagsins en sem veraldlegt lífsskoðunarfélag hefur það að viðfangsefni þau viðhorf og lífsgildi sem eru persónulega mikilvæg og náin hverjum einstaklingi í leit að tilgangi og hamingju í lífinu.

Siðferðismál, þekkingarfræði og fjölskyldan eru kjarni þeirra viðfangsefna sem Siðmennt sinnir. Mannvirðing, frelsi og samábyrgð eru siðferðilegir hornsteinar manngildishyggjunnar / húmanismans.

Félagið býður upp á þjónustu athafnarstjóra félagsins við nafngjafir, giftingar og útfarir, auk vandaðs námskeiðs fyrir ungmenni til undirbúnings fyrir borgaralega fermingu.