Spjallkaffi verður haldið um dánaraðstoð. Ingrid Kuhlman segir frá og spjallar við þátttakendur. Ingrid Kuhlman er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Faðir Ingridar var með þeim fyrstu í heiminum til að fá dánaraðstoð á löglegan hátt 11 dögum eftir að lög um dánaraðstoð öðluðust gildi í Hollandi í apríl 2002. Ingrid mun segja frá félaginu og rekja sögu pabba síns sem var með ólæknandi heilaæxli. Hans heitasta ósk var að fá að deyja með reisn. 

Staður og stund: Hæðargarður 31 kl. 16:30 - 18:00 Boðið verður upp á kaffi og með því. Aðgangur kr. 500 sem greiðist í peningum við inngang. Skráning nauðsynleg. SKRÁ MIG HÉR.

Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, en fyrirtækið sérhæfir sig í því að miðla þekkingu og styrkja þannig einstaklinga og vinnustaði. Það er gert m.a. með námskeiðum, þjálfun, fyrirlestrum og einkaþjálfun. Ingrid er með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og stefnir á að ljúka meistaraprófi í jákvæðri sálfræði frá Bucks New University 2018. Frá 1994-1999 starfaði hún við kennslu í eigin skóla í Hollandi. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.