Vestmannaeyjanámskeið í fjórum hlutum með dagsferð til Vestmannaeyja í lokin. Unnið í samvinnu við Átthagafélag Vestmannaeyinga.

1. Vestmannaeyjar - Fyrsti hluti: 
Frá forneskju til framfara, Karl Gauti Hjaltason flytur erindi. Meira þegar dagurinn nálgast.

2. Vestmannaeyjar - Annar hluti:
Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja mun segja frá hinu raunveru-lega upphafi vesturheimsferða, þegar fyrstu fararnir komu til Utah 1855 - og var helmingur þeirra 400 sem síðan fylgdu í kjölfarið frá Vestmannaeyjum.

3. Vestmannaeyjar - Þriðji hluti: 
 “Lifað með náttúrunni í Eyjum” Helga Hallbergsdóttir og Hrefna Valdís Guðmundsdóttir segja sögu sex atorkukvenna á 20. öld.

4. Vestmannaeyjar - Fjórði hluti: Frestað til 20. maí vegna veðurs. 
Í framhaldi af fyrirlestrum um Vestmannaeyjar, samvinnuverkefni Átthagafélags Vestmannaeyinga og U3A Reykjavík, er stefnt að því að fara til Vestmannaeyja laugardaginn 20. maí n.k. ef næg þátttaka fæst. Farið er með rútu kl. 7:30 frá Hæðargarði 31 og komið aftur til Reykjavíkur um kl. 19. Dagskrá ferðar fylgir sem sem viðhengi. Kostnaður ferðar er kr. 7.000 og er þá allt innifalið. Athugið að aðeins 55 manns komast með og aðeins þeir sem taka rútuna geta tekið þátt í dagskránni í Eyjum. SKRÁ MIG HÉR. Skráning er bindandi og við biðjum um staðfestingu að skráningu lokinni með því að greiða andvirði ferðakostnaðar inn á reikning U3A Reykjavík 0323-26-043412, kennitala 430412-430. Ferðin er aðeins í boði fyrir félaga  í U3A Reykjavík maka þeirra eða sambýlisfólk.

Brottför frá Reykjavík                                      07:30

Ferjan siglir frá Landeyjarhöfn                           09:45

 

Dagskrá í Eyjum

10:45    Eldheimar
11:45    Súpa
13:00    Helgafell, flugvöllur, Eldfell, Urðarviti“, útsýnispallur
13:30    Skansinn, Arnar Sigurmundsson segir frá
14:45    Byggðasafnið / Helga 
15:00    Herjólfsdalur, Fiskhellar, Hundraðmannahellir, Þjóðhátíð (SÍS)        
15:15    Mormónastyttan      
?           Út á Eyju, Ræningjatangi, Stórhöfði                                     

Herjólfur fer kl. 16:00 til baka.