Vorhátíð U3A Reykjavík verður haldin í sal á veitingastaðnum Nauthól 14. maí kl. 16:00-18:00.

Jón Björnsson flytur erindi um listmálarann Marc Chagall.

Erindið nefnir hann Grænar kýr á flugi.

og

Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari

leiða saman hesta sína og leika sér með tvö laglínuhljóðfæri, röddina og flautuna.

Fjölröddun í anda miðalda með nútímaívafi.

----------------------

Staður og stund: Veitingastaðurinn Nauthóll, þriðjudaginn 14. maí kl. 16:00-18:00. SKRÁ MIG HÉR. Allir velkomnir,

Boðið er upp á kaffihlaðborð. Aðgangseyrir kr. 3000 sem greiðist í reiðufé við innganginn. 

 

-----------------------

Jón Björnsson, sálfræðing og rithöfund þarf vart að kynna fyrir félögum U3A svo oft hefur hann flutt áhugaverð erindi um ferðir sínar og bækur á fundum okkar, síðast um bók sína Rassfar í Steini.