Viðburðardagskrá U3A Reykjavík vorið 2016

Þriðjudagsviðburðirnir eru allir í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31 og hefjast kl. 17:15. Aðgangseyrir er kr. 500 á viðburðina en heimsóknir eru ókeypis.

Þriðjudagur 12. janúar 
Loftslagsbreytingar og hafið. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Fimmtudagur 14. janúar 
Heimsókn í Tónlistarsafn Íslands, Kópavogi. Jón Hrólfur Sigurjónsson, verkefnisstjóri, tekur á móti gestum.

Þriðjudagur 19. janúar 
Íslensk tónlist í 900 ár. Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands.

Þriðjudagur 26. janúar 
Eldstöðin Ísland - fyrri hluti. Páll Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Þriðjudagur 2. febrúar 
Á hverju lifum við? Ríkharð Brynjólfsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Þriðjudagur 9. febrúar 
Merkir Íslendingar. Erindi í röðinni um fyrstu konurnar sem tóku sæti á Alþingi. Rannveig Þorsteinsdóttir (á þingi 1949-1953). Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra fjallar um þingkonuna, en erindið féll niður í haust vegna veðurs.

Miðvikudagur 10. febrúar kl. 17:00 í Húnabúð
Nám í Húnvetnskum fræðum. Eyrún Ingadóttir segir frá Þjófa-Lása og Sigurður Ágústsson frá Blönduósi í minningunni.

Miðvikudagur 10. febrúar kl. 19:30
Bókmenntahópur hittist.

Þriðjudagur 16. febrúar 
Eldstöðin Ísland. Páll Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands. Framhald erindis frá 16. janúar 2016.

Miðvikudagur 17. febrúar
Indlandshópur. Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, talar um Landið Indland.

Þriðjudagur 23. febrúar 
Merkir Íslendingar. Erindi í röðinni um fyrstu konurnar sem tóku sæti á Alþingi. Kristín L. Sigurðardóttir (á þingi 1949-1953). Margrét Sveinbjörnsdóttir, menningarmiðlari, fjallar um þingkonuna, en erindið féll niður í haust vegna veðurs.

Miðvikudagur 24. febrúar kl. 17:00
Nám í Húnvetnskum fræðum. Ólafur Jóhannsson talar um menningu í Miðfirði og Ingi Heiðmar Jónsson um Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.

Fimmtudagur 25. febrúar kl. 16
Heimsókn í Seðlabanka Íslands. Skráning á netfangið hanskr@simnet.is er nauðsynleg.

Þriðjudagur 1. mars
"Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp" Kvæðið "Þorpið"eftir Jón úr Vör verður flutt af félögum úr upplestrarhópi Soffíu í umsjón Ásdísar Skúladóttur. Hjörtur Pálsson, cand.mag., flytur inngangsorð um skáldið og manninn Jón úr Vör.

Miðvikudagur 2. mars
Indlandshópur. Illugi Jökulsson, blaðamaður, heldur erindi um sögu Indlands.

Þriðjudagur 8. mars 
Orðið er laust - enn óráðstafað. Félögum gefst kostur á að grípa þetta tækifæri til að miðla og fræða okkur hin um málefni sem þeim liggur á hjarta. Tillögur sendist sem fyrst til formanns.

Miðvikudagur 9. mars kl. 17:00 í Húnabúð 
Nám í Húnvetnskum fræðum. Kristín Indriðadóttir fjallar um "Kæri bróðir, ætíð sæll" og Hjálmar Jónsson um Guð og Húnvetninga.

Þriðjudagur 15. mars
Aðalfundur U3A Reykjavík. Jón Björnsson flytur hugleiðingu að loknum fundarstörfum.

Miðvikudagur 16. mars
Indlandshópur. Stjórnmál á Indlandi.

Fimmtudagur 17. mars kl. 16
Heimsókn. Á eftir að staðfesta.

Engir þriðjudagsviðburðir verða í vikunum fyrir (dymbilvikunni) og eftir páska.

Miðvikudagur 30. mars kl. 19:30
Bókmenntahópur hittist.

Þriðjudagur 5. apríl
Átthagafræði Reykjavíkur. Guðny Gerður Gunnarsdóttir, þjóðfræðingur, fjallar fjallar um Laugarneshverfi í Reykjavík, sögu þess og þróun byggðar.

Laugardagur 9. apríl kl. 13:30 
Gengið um Laugarneshverfið. Átthagafræði Reykjavíkur. Guðny Gerður Gunnarsdóttir, þjóðfræðingur, leiðir gönguna.

Þriðjudagur 12. apríl 
"Fljótgleymið er fólkið". Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, fjallar um íslenska tónmenningu í Vesturheimi.

Þriðjudagur 19. apríl 
Orðið er laust. Verslað við Ali Express og fleiri netverslanir - er eitthvert vit í því? Ágúst Sigurðsson, tölvunarfræðingur, segir frá reynslu sinni og upplifun af viðskiptum á netinu.

Miðvikudagur 20. apríl kl. 19:30
Bókmenntahópur hittist.

Þriðjudagur 26. apríl 
Orðið er laust. Listin að deyja. Hulda Guðmundsdóttir, guðfræðingur og skógar-og kirkjubóndi á Fitjum í Skorradal. Hulda sá ásamt Ævari Kjartanssyni um þættina Listin að deyja á sunnudagsmorgnum á Rás 1 á fyrstu vikum 2016.

Þriðjudagur 3. maí
Orðið er laust. "Unaður bæjarbúa" - Örfirisey. Sigrún Magnúsdóttir, þjóðfræðingur og umhverfisráðherra.

Miðvikudagur 4. maí kl. 19:30
Bókmenntahópur hittist.

Þriðjudagur 10. maí
Lok vetrar- og sumarannar. Kvaðst fyrir sumarið með skemmtilegheitum. Danslistamennirnir Elísa Gígja Ómarsdóttir og Aron Eiríksson sýna listir sínar í nokkrum dansatriðum og Kristín Einarsdóttir, þjóðfræðingur, og Gunnar Jóhannsson, skipstjóri, flytja nokkur þekkt dægurlög frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar með yfirskriftinni „Gunna var í sinni sveit...“