Þriðjudagur 1. okt. kl. 17:15 - 19:00  Búðarþjónninn frá Borðeyri - Samtal um Thor Jenssen

Í tilefni þess að liðin eru 150 ár frá fæðingu Thor Jenssen verða fyrstu þriðjudagarnir 1. okt. 5. nóv. og 3. des. kl. 17:15 - 19:00 helgaðir minningu hans og eiginkonu hans Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur. Þessir dagar eru haldnir hátíðlegir á vegum félagsskaparins U3A (sjá u3a.is) í samvinnu við Hæðargarð. Næstu kvöld auglýst síðar með dagskrá. Aðgangseyrir kr. 1000. Allir velkomnir!

  • Ólafur Hannibalsson - Frá Borðeyri til Lágafells
  • Margrét Þ. Norland - Amma mín Margrét Þorbjörg
  • Guðrún Pétursdóttir - Að vera Thorsari

Þriðjudag 5. nóvember kl. 17:15 - 19:00  Búðarþjónninn frá Borðeyri - Samtal um Thor Jenssen Aðgangseyrir 1000.- kr. Allir velkomnir!

  • Thor og atvinnulífið - Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur
  • Stjórnunarstíll Thors - dr. Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur
  • "Thor med sin Hammer træffer alt som han rammer" - Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur

Þriðjudagur 26. nóvember kl. 16 Heimsókn á Alþingi
Heimsóknin tekur um 40 til 50 mínútur. Áhugasamir vinsamlega tilkynnið þátttöku til Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur, netfang: ingibjorg.rannveig@gmail.com ekki síðar en 22. nóvember. Fjöldi þátttakenda takmarkast við 30 manns.

Föstudag 6. des. kl. 15:30 Kvikmyndasýning í Hæðargarði
Kvikmyndahópur Hæðargarðs sýnir kvikmyndina "Korpúlfsstaðir" eftir Birgi Sigurðsson skáld og rithöfund. Tekur u.þ.b. 1 klst.

7. des. kl. 13:00. Aðventuferð Korpúlfsstaðir. Birgir Sigurðsson rithöfundur er leiðsögumaður og sýnd verður sjónvarpsmynd hans um staðinn. Hátíðakaffi á veitingastaðnum Korpu.