Starfsemi U3A Reykjavík haustið 2014

Fyrirlestrar og námskeið eru á þriðjudögum kl. 17:15 í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31. Aðgangseyrir er kr. 500. Send verður tilkynning á netfangalista nokkrum dögum fyrir viðburð, fyrirlestur, námskeið og ferðir og eins ef tímasetningar breytast. 

Þáttaröðin Merkir Íslendingar verður á dagskrá líkt og síðastliðinn vetur sem og fyrirlestrar, Orðið er laust, og heimsóknir. Ekki er enn ljóst um hvaða Íslendinga verður fjallað en fyrirkomulag verður líkt og síðastliðinn vetur, tvö kvöld þar sem fjallað er um persónuna og síðan farið á slóðir þar sem viðkomandi einstaklingur bjó eða starfaði. Undir Orðið er laust verður leitast við að fá valinkunna félaga í U3A Reykjavík og eða aðra á netfangalista samtakanna til þess að halda fyrirlestra um hugðarefni sín. Hugmyndir um heimsóknir liggja þegar fyrir og verða kynntar þegar búið er að hafa samband við viðkomandi stofnanir og fyrirtæki um möguleika á að þau taki við heimsóknum.

Þriðjudagur 7. október
Orðið er laust. Örnefni/kennileiti höfuðborgarsvæðisins.
Guðlaugur R. Guðmundsso, sagnfræðingur.

Þriðjudagur 14. október 
Merkir Íslendingar. Þorbjörg Sveinsdóttir, ljósmóðir.
- Formaður Ljósmæðrafélagsins flytur ávarp og spjallar um sögu ljósmæðra á Íslandi
- Guðrún Ásmundsdóttir spjallar um -Nærkonur í úkalli-

Fimmtudagur 16. október
Vísindaferð. Hæstiréttur heimsóttur

Þriðjudagur 21. október
Námskeið. Baskar og Baskaland. Upphaf hval- og fiskveiða Baska og útgerð Baska.
Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar og Jón Björnsson, rithöfundur.

Þriðjudagur 21. október
Bókmenntahópur.

Þriðjudagur 28. október
Orðið er laust. Selir í þjóðtrú norðurþjóða.
Haraldur Ólafsson, fyrrv. prófessor.

Laugardagur 1. nóvember
Ferð í Saltfisksetrið í Grindavík og Seltanga í framhaldi af námskeiði um Baska og Baskaland.

Þriðjudagur 4. nóvember
Orðið er laust. Mannleg gildi.
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur.

Þriðjudagur 11. nóvember 
Orðið er laust. Íslenski torfbærinn.
Hjörleifur Stefánsson, arkitekt.

Þriðjudagur 11. nóvember 
Bókmenntahópur.

Fimmtudagur 13. nóvember
Vísindaferð. Ríkisútvarpið, RUV, heimsótt.

Þriðjudagur 18. nóvember 
Merkir Íslendingar. Þorbjörg Sveinsdóttir, ljósmóðir.
- Sigríður Dúna Kristmundsdóttir spjallar um Þorbjörgu Sveinsdóttur (samtíma hennar og samferðamenn?)
- Ásdís Skúladóttir spjallar um "Úr veröld kvenna - Barnsburður" AS

Þriðjudagur 18. nóvember 
Bókmenntahópur.

Þriðjudagur 25. nóvember
Námskeið. Baskar og Baskaland.

Laugardagur 6. desember kl. 13:30
Merkir Íslendingar. Þorbjörg Sveinsdóttir, ljósmóðir.
- Gönguferð um Þingholtin - Auður Styrkársdóttir
- Kaffi í Hannesarholti - Auður spjallar um Þorbjörgu í framhaldi af göngu og fyrri samverustundum