Viðburðardagskrá U3A Reykjavík haustið 2015

Þriðjudagsviðburðirnir eru allir í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31 og hefjast kl. 17:15. Aðgangseyrir er kr. 500 á viðburðina en heimsóknir eru ókeypis.


Þriðjudagur 15. september 
Félagsfundur. Kynning á dagskrá; Hugarflug um starfið; Hópastarf - Hugmyndatorg, sjá hér.

Þriðjudagur 22. september 
Merkir Íslendingar. Fyrstu þingkonurnar. Erindaröð í umsjá Ásdísar Skúladóttur. Ingibjörg H. Bjarnason, á þingi 1922-1930. Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur mun fræða okkur um líf hennar og starf og upphaf baráttu fyrir kosningarétti kvenna og hjúa.

Fimmtudagur 24. september 
Heimsókn. Háskólinn í Reykjavík.

Þriðjudagur 29. september. Fellur niður, sjá 13. október.
Námskeið í samningatækni. Thomas Möller, hagverkfræðingur. Rými - akademían.

Þriðjudagur 6. október 
Fyrirlestur. Sjálfbærni og loftslagsbreytingar. Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor, Háskóla Íslands

Þriðjudagur 13. október 
Námskeið í samningatækni. Thomas Möller, hagverkfræðingur. Rými - akademían.

Þriðjudagur 20. október
Opinn fundur um að undirbúa þriðja æviskeiðið. Fyrstu niðurstöður alþjóðlega samstarfsverkefnisins BALL, Be Active through Lifelong Learning, um undirbúning að þriðja æviskeiðinu.

Þriðjudagur 27. október
Merkir Íslendingar. Fimm fyrstu konur á Alþingi. Erindaröð í umsjá Ásdísar Skúladóttur. Guðrún Lárusdóttir, rithöfundur og alþingismaður, á þingi 1934-1938. Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur mun fjalla um líf Guðrúnar og systurnar Guðrún Lára og Sigrún Valgerður Ásgeirsdætur segja frá ömmu sinni Guðrúnu Lárusdóttur.

Þriðjudagur 3. nóvember
Fyrirlestur. Borgarskipulag og skipulag Reykjavíkur. Dr. Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur.

Þriðjudagur 10. nóvember
Fyrirlestur. Karlmenn í blíðu og stríðu. Karlmennska og íslenskir miðaldatextar. Ásdís Egilsdóttir, cand mag, prófessor við Háskóla Íslands.

Miðvikudagur 11. nóvember
Fyrsti hluti fyrrrihlutanáms í Húnvetnskum fræðum kl. 17 í Húnabúð, Skeifunni 11, 2. hæð. Jón Torfason, höfundur bókar Ferðafélags Íslands um Austur-Húnavatnssýslu, segir frá Austursýslunni.

Þriðjudagur 17. nóvember
Baskaland - Ferðasaga. Ferðalangarnir, sem sóttu Baska heim í haust í kjölfar námskeiðs U3A s.l. vetur um samskipti Baska og Íslendinga, segja ferðasögu sína í máli og myndum.

Miðvikudagur 18. nóvember
Annar hluti fyrrrihlutanáms í Húnvetnskum fræðum  kl. 17 í Húnabúð, Skeifunni 11, 2. hæð. Þór Magnússon, fyrrum þjóðminjavörður, segir frá Vestursýslunni. Þór hefur ritað samskonar bók um Vestursýsluna og Jón Torfason um Austursýsluna, sjá ofan.

Fimmtudagur 19. nóvember
Heimsókn. Menntaskólinn í Reykjavík heimsóttur kl. 15. Ólöf Erna Leifsdóttir, aðstoðarmaður rektors, tekur á móti hópnum í anddyri gamla skólahússins og leiðir hann um ganga og Árni Indriðason, sagnfræðingur og kennari, segir frá sögu skólans.

Þriðjudagur 24. nóvember
Merkir Íslendingar. Fimm fyrstu konur á Alþingi. Erindaröð í umsjá Ásdísar Skúladóttur. Margrét Sveinbjörnsdóttir, menningarmiðlari, ræðir um alþingismanninn Katrínu Thoroddssen, á þingi 1946 -1949.

Miðvikudagur 25. nóvember
Bókmenntahópur kl. 19:30 í Félagsheimilinu, Hæðargarði 31. Umsjón Ásdís Skúladóttir.

Þriðjudagur 1. desember
Merkir Íslendingar. Fimm fyrstu konur á Alþingi. Erindaröð í umsjá Ásdísar Skúladóttur. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, fjallar um alþingismanninn Rannveigu Þorsteinsdóttur, á þingi 1949-1953.

Mánudagur 7. desember
Merkir Íslendingar. Fimm fyrstu konur á Alþingi. Erindaröð í umsjá Ásdísar Skúladóttur. Margrét Sveinbjörnsdóttir, menningarmiðlari, fjallar um Kristínu L. Sigurðardóttur, á þingi 1949 -1953.

Þriðjudagur 8. desember
Námskeið Rými-akademíunnar í tímastjórnun. Thomas Möller, hagverkfræðingur, fjallar um tímastjórnun í lífi og starfi.

Miðvikudagur 9. desember
Bókmenntahópur kl. 19:30 í sal Félagsheimilisins, Hæðargarði 31. Umsjón Ásdís Skúladóttir. Gestur kemur í heimsókn í tilefni jóla. Allir velkomnir.

Þriðjudagur 15. desember
Jólaviðburður U3A var haldinn þriðjudaginn 15. desember í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31. Fyrirlesari var dr. Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands.