50+ að fræðast og kynnast
Eins og segir í samþykkt um U3A Reykjavík hyggjast samtökin ná tilgangi sínum m.a. með því að stofna hópa um viðfangsefni sem félagar samtakanna velja sjálfir, skipuleggja og sjá um fyrirlestra, ferðir og heimsóknir og að efla kynni við aðra innan og utan U3A hreyfingarinnar hvar sem er í heiminum. Starfsemi félagsins fer því fram í samræmi við samþykktina: með námskeiðum, fundum og ráðstefnum af ýmsu tagi, hópastarfi, heimsóknum, ferðalögum og eflingu fræðslustarfs almennt fyrir aldurshópinn 50 plús. 

Seðlabankinn heimsóttur

  • Hópar - bókmenntahópur, örnefnahópur, lífssöguhópur... hvaðeina sem félagsmenn hafa áhuga á
  • Námskeið - landafræði, náttúran, menningin, Ali Express, listir og leikhús... námskeið um allt sem okkur kemur að gagni eða vekur ánægju
  • Heimsóknir - Seðlabankinn, Tónlistarsafnið, Saltfiskvinnsla... alltaf gaman að kynnast samfélaginu betur
  • Ferðir - Baskaland, Skagafjörður, Húnavatnssýsla... hvert viljum við fara næst?
  • Virkni á þriðja æviskeiðinu - Rannsóknir og vinna við eflingu vitundarvakningar um mikilvægi þriðja æviskeiðsins, hópinn 50+ meðal annars með BALL verkefninu. U3A sótti um og fékk styrk frá Evrópusambandinu fyrir verkefni í samvinnu við U3A í Alicante, Spáni og U3A í Lublin, Póllandi.  

Hér má finna ítarlegri upplýsingar um U3A og á vefsíðum, þegar u3a er skrifað sem leitarorð.