Á veturna eru starfandi nokkrir hópar undir merkjum U3A. Hóparnir breytast frá ári til árs eftir áhuga félagsmanna hverju sinni. 


Kynnisferð og bæjarrölt

 

Haustið 2017 virðist áhugi vera á eftirfarandi hópum.

  • Hópur um framtíðarfræði - SKRÁ MIG HÉR sem hafi meðal annars það hlutverk að vinna og setja fram framtíðarsýn um stöðu fólks á þriðja æviskeiðinu. Eirný Vals mun stýra hópnum. Sjá nánar hér. Eirný sendi stjórn U3A ítarlegri lýsingu að hugmyndinni. 
  • Menningarhópur - SKRÁ MIG HÉR sem undir leiðsögn Elísabetar Jónsdóttur mun kalla saman hópnnn og setja upp dagskrá í samræmi við áhugasvið hópsins. Sjá nánar hér. 
  • Hópur um alþjóðastarf - SKRÁ MIG HÉR sem ætlar að skoða hvað er í boði á erlendum vettvangi, viðburði og tækifæri sem U3A Reykjavík gæti nýtt sér. Sjá nánar hér. 
  • Bókmenntahópur -  Fyrsti fundur vetrarins er miðvikudaginn 27. september. Næstu fundir eru 18. okt., 8. nóv., 29. nóv. og  13. desember. Stjórnandi er Ásdís Skúladóttir.  Þeir sem ætla að vera með í vetur verða að skrá sig á netfangið asdisskula@internet.is fyrir 12. september.  Þátttökufjöldi er takmarkaður. Mjög áríðandi er að skrá sig og mæta síðan vel á alla fundi.

 

Húnvetningahópur

Ef þú vilt vera með í hóp þá vinsamlega hafa samband við umsjónarmann viðkomandi hóps, sjá skráningarform hér að ofan. Ef þú vilt stofna nýjan hóp þá getur þú gert það hér og sett inn upplýsingar um efni hópsins og ef vitað er um fleiri sem hafa áhuga á að vera með í honum. Auk fastra umsjónarmanna geta hópar fengið til sín fyrirlesara og greiða meðlimir hópsins honum þá þóknun fyrir ef þess er óskað og samkomulag næst um. Þá eru hópar í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31 opnir félagsmönnum.