Baskanámskeið

Námskeið hafa verið fastur liður í starfinu undanfarið. Hefur skapast sú hefð að nota þriðjudaga til þess á milli kl. 17-19. Ýmsar hugmyndir eru uppi varðandi veturinn framundan eins og sjá má hér að neðan, en stjórnin á eftir að vinna úr hugmyndunum, fá leiðbeinendur og athuga með áhuga á þátttöku. Í september ætti að liggja fyrir haustdagskrá félagsins. Eftirfarandi hugmyndir komu fram á félagsfundi s.l. vetur en ef þú vilt koma með hugmynd að umfjöllunarefni/fyrirlesara á framfæri þá getur þú það hér:

  • Kynna íslenska tónlist
  • Fjalla meira um jarðfræði t.d. eldfjöll 
  • Þjóðfræði 
  • Merkir Íslendingar
  • Upphaf byggðar og fornleifarannsóknir í miðbænum
  • Þekkt leikrit
  • Íslenskir myndlistarmenn - íslensk listasaga
  • Lönd og borgir
  • Átthaganámskeið t.d. Vestmannaeyjar eða hverfi í Reykjavík