Fræðslufundir og námskeið

Námskeið af ýmsu tagi eru hryggjarstykkið í starfi u3a.is

Fræðslufundir og námskeið
Kjarni starfsemi U3A Reykjavík eru vikulegir fræðslufundir á þriðjudögum kl. 16:30 – 18:00 í Hæðargarði 31. Fræðimenn á ýmsum sviðum hafa verið fengnir til að fjalla um fjölbreytt efni, s.s. Endurvinnslumál; Kína: Sögur móta manninn; Veðurfar og loftslagsbreytingar og Læsi og lesblindu svo eitthvað sé nefnt af því sem var á dagskrá síðasta starfsárs.

Sjá má yfirlit yfir erindi og aðra viðburði liðinna ára hér

Á fyrsta félagsfundi að hausti er leitað eftir hugmyndum félagsmanna að umfjöllunarefni og stjórnin vinnur síðan úr þeim hugmyndum sem þar koma fram.

Haustið 2020 var farið að streyma fyrirlestrum og taka þá upp. Þeir eru síðan aðgengilegir félagsmönnum vikuna á eftir eða fram að næsta fyrirlestri. Þetta hefur mælst vel fyrir og mun fleiri sem njóta fræðslunnar nú en áður. Að meðaltali hafa 135 félagsmenn fylgst með hverjum fyrirlestri og hæst hefur áhorfið farið í 220. Þá eru taldir þeir sem mæta í salinn, þeir sem fylgjast með í streymi og þeir sem nýta upptökuna en félagsmenn fá senda slóð á hana og geta þá horft þegar þeim hentar.

Auk fræðslufunda er reglulega efnt til námskeiða um ýmis efni. Þar má nefna námskeiðið: Gyðingar, saga, siðir, menning sem Jón Björnsson og Þorleifur Friðriksson héldu á síðastliðnu starfsári.

Ef þú vilt koma hugmynd að umfjöllunarefni/fyrirlesara á framfæri þá getur þú sent tölvupóst merktan hugmyndir á netfangið: u3areykjavik@gmail.com

Scroll to Top
Skip to content